hopmynd nystudMenntaskólanum að Laugarvatni var slitið og stúdentar brautskráðir s.l. laugardag að viðstöddu fjölmenni.  Í þetta sinn voru brautskráðir 36 stúdentar frá skólanum; 14 af félagsfræðabraut og 22 af náttúrufræðabraut. Hæstu einkunnir nýstúdenta hlutu þau Arnar Snær Ágústsson frá Vík, 9,60 og Sigrún Soffía Sævarsdóttir frá Borðeyri, 9,59. Bæði brautskráðust þau af náttúrufræðabraut.

Fjórir nýstúdentar hlutu styrk úr Styrktarsjóði Kristins og Rannveigar. Auk Arnars Snæs og Sigrúnar Soffíu hlutu styrk þau Guðmundur Snæbjörnsson frá Austurey í Laugardal  og Silja Rós Maria Wang frá Böðmóðsstöðum í Laugardal.

 

Fyrir hönd nýstúdenta flutti Helgi Ármannsson, frá Vesturholtum í Þykkvabæ, ávarp og síðan flutti sr. Óskar H. Óskarsson undurskemmtilega hátíðarræðu fyrir hönd júbilanta. Þeir færðu skólanum og nemendafélaginu Mími ýmsar veglegar gjafir, að vanda.

Hæstu aðaleinkunn nemenda skólans hlaut Þjóðbjörg Eiríksdóttir frá Gýgjarhólskoti í Biskupstungum, 9,9. Þetta er í þriðja sinn sem Þjóðbjörg hlýtur titilinn Dux Scholae.

Eftir hátíðahöld dagsins nutu júbílantar lífsins yfir góðum kvöldverði og skemmtun. Áður en þeir héldu heim daginn eftir skelltu þeir sér í morgunverð í Garði hjá skólameistarahjónunum, en allt var þetta eins og hefðir gera ráða fyrir.

-pms

Myndina sem fylgir fréttinni tók  BRAGI  ÞÓR ljósmyndari

Myndir frá athöfninni