Í gær mættu nýnemar með foreldrum/forráðamönnumm og funduðu með stjórnendum og starfsfólki um eitt og annað sem viðkemur því að hefja nám í ML. Meðan foreldar/forráðamenn  funduðu, fengu nýju nemendurnir leiðsögn stjórnar Mímis, nemendafélags ML, um skólann og hinar ýmsu vistarverur hans.

Sem þetta er skrifað er hópurinn allur í pokahlaupi hér á túninu fyrir framan skólann – og hefur verið frá hádegi í ýmsum leikjum, sem undirbúnir voru af stjórn, með aðstoð Maríu Carmen Magnúsdóttur íþróttafræðings og kennara.

Nú seinnipartinn munu eldri nemendur skólans fara að tínast á staðinn og í fyrramálið, miðvikudag 21. ágúst, kl. 08:15 verður Menntaskólinn að Laugarvatni formlega settur í 67 sinn.

vs