Blítt og létt er árleg söngvakeppni Menntaskólans að Laugarvatni, undankeppni söngvakeppni framhaldsskólanna.
Nemendur stíga á stokk með fjölbreytt og bráðskemmtileg söngatriði. Skemmtanahöldin fara fram í dag þriðjudag, í íþróttahúsinu á Laugarvatni.
Þemað að þessu sinni er hrekkjavaka. Boo!
Fjörið byrjar á slaginu 18:00! Miðaverð er 3500kr. Selt verður við hurð. Ölsala þriðja bekkjar verður á staðnum með slikkerí, pizzur og drykki. Hlökkum til að sjá ykkur!