20120210mlskoliFyrirsögnina má skilja með ýmsum hætti, en hér er verið að greina frá því að 42 núverandi nemendur skólans, í það minnsta, eiga systkini í skólanum. Með öðrum orðum er hér um að ræða 21 systkinapar. Á síðasta skólaári voru systkinapörin 11 og það þótti alveg ágætt, en nú teljum við að þetta sé að verða svona eins og sagt er stundum: alvöru.

Hægt væri að skrifa meira um þetta og það verður gert, en þar sem óstöðugt rafmagn þennan daginn hefur valdið talsverðu hugarangri þegar fréttaskrifin hafa ítrekað horfið út í óræðan buskann, verður ekki meira sagt nú.

-pms