Þann 4. nóvember síðastliðinn skunduðu nemendur 4N bekkjar ásamt kennara í heimsókn í Búrfellsvirkjun í Þjórsárdal. Búrfellsvirkjun er vatnsaflsvirkjun á vegum Landsvirkjunar og framleiðir stóran hluta raforku okkar Íslendinga. Heimsóknin er hluti af áfanganum Nát 113 sem fjallar um undirstöðuatriði jarðfræðinnar og hagnýt gildi hennar, einkum á sviði orkuvinnslu. Vel var tekið á móti okkur með fræðslugöngu um stöðvarhúsið, og höfðu nemendur og kennari bæði gagn og gaman af.
Rannveig Ólafsdóttir líffræði- og jarðfræðikennari