safnkennslaEinhverjir vilja halda því fram að framtíðin felist í því að lesa rafrænar bækur – þessar venjulegu, sem er hægt að snerta, setja sem skraut upp í hillu, draga þekkingu úr, eða bara sofna með á andlitinu, heyri brátt til liðinni tíð.  Sem betur fer telja nú flestir enn, að framtíð gömlu, góðu bókarinnar sé nokkuð trygg, þó hin nýja tegund bóka fái auðvitað einnig hlutverk við hæfi.

Lífsleikninemar úr 1. bekk áttu leið á bókasafnið í gær og þar leiddi Valgerður Sævarsdóttir, forstöðumaður, þá í allan sannleika um hvernig bókasafn virkar og leyst voru verkefni í þjálfunarskyni.

Myndir eru í myndasafni.

pms