heilsurettur211.11.11 er norænn loftslagsdagur og í tilefni af því tekur 2N (2. bekkur náttúrufræðabrautar) þátt í samnorrænni samkeppni sem er ætluð nemendum á aldrinum 15 til 20 ára, um nýjan norrænan skyndibita.

Eftir nokkrar vangaveltur um hvað telst vera umhverfisvænn matur, var ákveðið að nota afurðir úr okkar nánasta umhverfi.

 

Fyrir valinu urðu mjólkurafurðir, ber og grænmeti. Þrátt fyrir að blessaðar kýrnar hýsi fornbakteríur sem framleiða metan í stórum stíl þá var ákveðið að mjólkurafurðir væru umhverfis- og loftslagsvænar afurðir. Saman við mjólkurafurðirnar voru sett ber og þetta var síðan borið fram í grænmetisskál með rófu og/eða hnúðkásstrimlum. Að sjálfsögðu verður uppskriftin sjálf ekki gefin upp í smáatriðum, en hún er nú komin í samkeppni undir því hógværa heiti „Icelandic viking skyr med bær“ og mun birtast í norrænni matreiðslubók um  loftslagsvænan mat frá Norðurlöndum.

 

Það er alveg á hreinu að þessi uppskrift á eftir að ná langt í keppninni, ef ekki umhverfisvænasta uppskriftin þá að minnsta kosti fallegasti rétturinn.

Myndir af þróun, hönnun og endanlegri útgáfu, er að finna í myndasafni

JBJ