vordukormerkiml_thumb_medium50_50

Vörðukórinn og Kór Menntaskólans að Laugarvatni efna til tónleika í Félagsheimilinu í Aratungu n.k. miðvikudag, 23. nóv. 2011, kl. 20:30.  Á dagskrá er fjölbreytt íslensk og erlend tónlist sem kórarnir flytja saman, eða sitt í hvoru lagi. Þarna er að finna bæði popptónlist og klassíska. Meðal upprunalegra flytjenda tónlistarinnar sem þarna verður á boðstólnum eru Bítlarnir, Bob Marley, Stuðmenn og Þursaflokkurinn.
Samtals telja kórarnir tveir um 100 manns, en stjórnandi beggja er Eyrún Jónasdóttir.