Sveinn Jökull Sveinsson útskrifaðist frá Menntaskólanum að Laugarvatni vorið 2024 og skilaði góðum árangri á stúdentsprófi sínu. Hann hlaut á dögunum styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ sem nemur 375 þúsund krónum. Sveinn var einn af hópi 31 nemanda sem hlaut styrk úr sjóðnum að þessu sinni en alls bárust 76 umsóknir í sjóðinn. 

Úr sjóðnum hljóta styrk þeir sem teljast hafa skarað fram úr í námsárangri á stúdentsprófi en einnig er litið til frammistöðu á öðrum sviðum skólastarfs og má þar nefna félagsstörf í framhaldsskóla, listir og íþróttir. Einnig hafa verið veittir styrki til nemenda „sem hafa sýnt fádæma seiglu og þrautseigju og hafa, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður, staðið sig afar vel í námi“ líkt og segir í frétt um styrkveitinguna á heimasíðu HÍ. Í fréttinni má skoða nánari upplýsingar um sjóðinn og styrkþega ársins 2024.

Til hamingju með árangurinn Sveinn Jökull og gangi þér vel í jarðfræðinámi við HÍ.

Skólameistari