web21Á fimmtudagskvöldi á Dagamun komu þrjár hljómsveitir í heimsókn og héldu tónleika fyrir staðarbúa. Hér var á ferðinni hljómsveitin Saktmóðigur, en hana skipa fyrrum nemendur skólans, ásamt hljómsveitunum Morgan Kane og Sólstöfum

Vefstjóri minnist þess að hafa heyrt fyrst nefndu hljómsveitina leika fyrir allmörgum árum og getur greint frá því að þar var ekki um neitt léttpopp að ræða. Ekki sótti hann tónleikana s.l. fimmtudagskvöld, en hefur af því spurnir að ekki hafi þeim áhugamönnum um tónlist í þeim kima sem þar um ræðir, leiðst – þvert á móti. Af myndum að ráða, virðist hér hafa verið um að ræða talsvert einkynja tónleika.

Myndir frá tónleikunum, sem Óskar Hólm Halldórsson (stúdent 1994) sendi, er að finna á myndasvæðinu.

Fyrrum ML-ingarnir sem þarna komu, sem fullmektugir hljómsveitamenn, voru þessir:

Saktmóðigur: Davíð Ólafsson, Karl Óttar Pétursson, Ragnar Ríkharðsson og Stefán Jónsson.

Morgan Kane: Jakob Veigar Sigurðsson

-pms