thordur helgasonÞórður Helgason skáld og dósent HÍ kemur í heimsókn til ML miðvikudaginn 11. apríl, daginn sem skóli hefst á ný eftir páskafrí. Í fyrstu tveimur tímunum hittir hann alla fyrstubekkinga og fræðir þá um bragfræði og ljóðlist og hjálpar þeim af stað fyrstu skrefin í að yrkja sjálfir.

Í næstu tveimur tímum hittir hann síðan alla nemendur 3. bekkjar og spjallar við þá um skapandi skrif og ljóðlist, auk þess sem hann hlýðir á ljóð sem þeir hafa verið að semja í vetur.

Þessir tímar fara fram í fyrirlestrarsal skólans og eru hluti af náminu í ÍSL 203 og ÍSL 473.

Þriðjudaginn 24. apríl kl. 20:00-21:30  bjóða 1. bekkingar síðan foreldrum sínum, kennurum og Þórði Helgasyni síðan á vísnakvöld þar sem þeir flytja ljóð eftir sjálfa sig. Sum ljóðin verða lesin, önnur sungin eða röppuð og enn önnur skrifuð á veggspjöld eða miðlað á annan hátt sem ekki verður gefið upp fyrr en síðar.

/- GSæm