Undirbúningur skólaársins 2025-2026 er nú í fullum gangi og starfsfólk skólans komið til starfa.

Tekið verður á móti nýnemum í 1F og 1N mánudaginn 18. ágúst. Lyklaafhending verður frá kl. 11:00. Nýnemum og forráðamönnum þeirra verður boðið upp á léttan hádegismat frá kl. 12:00 – 13:00 og í kjölfarið verður fundur með nýnemunum og forráðamönnum þeirra kl. 13:00. Fundur með stjórnendum skólans, umsjónarkennurum, námsráðgjafa og húsbónda á heimavist verður í matsal skólans en stjórn nemendafélagsins Mímis fundar svo með nemendum í félagsaðstöðu nemenda.

Það er nauðsynlegt að foreldrar eða forráðamenn fylgi börnum sínum þennan dag, í nýju umhverfi og ekki síður til að funda með stjórnendum skólans, umsjónarkennurum, námsráðgjafa og húsbónda á heimavist.

Eldri nemendur mæti á heimavist seinnipart þriðjudags 19. ágúst

Skólasetning verður í matsal skólans miðvikudaginn 20. ágúst kl. 8:30 og mun kennsla hefjast í kjölfarið samkvæmt stundatöflu.

Jóna Katrín Hilmarsdóttir skólameistari