Enn á ný hefur Þjóðbjörg Eiríksdóttir frá Gýgjarhólskoti, nemandi á þriðja námsári við náttúrufræðabraut ML sýnt góða takta í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema. Hún náði því að verða í hópi tuttugu bestu á landinu á efra stigi forkeppninnar. Hún hefur því öðlast þátttökurétt í lokakeppninni sem haldin er á vormisseri.
Í framhaldi af lokakeppninni gefst nokkrum þátttakenda kostur á að taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni sem fer fram samtímis á öllum Norðurlöndunum. Alþjóðlega Ólympíukeppnin í stærðfræði fer síðan fram í Kólombíu í júlí. Við óskum Þjóðbjörgu góðs gengis í framhaldinu en hún hefur þegar sýnt sjálfri sér og skólanum sóma með frammistöðu sinni.
Til hamingju Þjóðbjörg!
Kveðja, Sigurjón