Síðasti hluti ML-dagsins í gær var söngkeppnin Blítt og létt. Það voru 13 atriði sem kepptu um hljóðkútinn þessu sinni. Í lokin stóð uppi einn sigurvegari, eins og vera ber í keppnum: Magdalena Katrín Sveinsdóttir frá Selfossi, en hún söng lag Ninu Simone: Feeling good á einstaklega sannfærandi hátt. Magdalena Katrín verður fulltrúi skólans í söngkeppni framhaldsskólanna.
Í öðru sæti varð Unnur Þöll Benediktsdóttir frá Hvolsvelli og í því þriðja Birgitta Rún Baldursdóttir frá Rifi. Helgi Jónsson frá Selási var verðlaunaður fyrir besta sviðsframkomu.
MLingahljómsveitin Stone Stones annaðist undirleikinn af einstakri fagmennsku og lék þar að auki eigin tónlist í hléum.
Kynnarnir, sem komu úr hópi svokallaðra fimmtubekkinga, þær Bára Jónsdóttir og Sigrún Aagot Ottósdóttir ræktu hlutverk sitt af prýði.
Það var góður heildarsvipur á kvöldinu og ljóst að metnaður réði för í umgjörð og framkvæmd.
-pms