Á morgun, miðvikudag verður kosið til nýrrar stjórnar nemendafélagsins Mímis. Atkvæði verða talin eins og lög gera ráð fyrir og úrslit síðan kynnt á aðalfundi félagsins, annað kvöld. Frá því um helgi hafa frambjóðendur haft sig nokkuð í frammi í því skyni að kynna sig og framboðið. Þetta hefur sjáanlega aðallega falíst í því að bjóða kjósendum gott í gogginn. Þar er talsvert úrval góðgætis í boði, sælgæti af ýmsu tagi, bæði hollt og sætt.
Tvö framboð eru til varastallara, gjaldkera, skólaráðs og árshátíðarformanns. Að öðru leyti er um einn valkost að ræða.
-pms