Veftímaritið Krítin, sem fjallar um skólamál frá ýmsum hliðum. Meðal þeirra þátta sem vefurinn geymir er liður sem kallast kennari mánaðarins. Um hann segir:„Með liðnum kennara mánaðarins vill Krítin vekja athygli á því fjölbreytta og áhugaverða starfi sem kennarar sinna. Kennari mánaðarins í hvert sinn er í raun fulltrúi allra þeirra kennara sem vinna starf sitt af fagmennsku og áhuga. Þetta er hvorki keppni né verðlaun fyrir að vera bestur í tilteknum mánuði. Við teljum mikilvægt að draga fram það góða starf sem fram fer í skólum landsins og veita fólki innsýn inn í það“.
Örlygur Axelsson hefur verið kennari við skólann undanfarin ár, með lítilsháttar hliðarspori, þó. Hann hefur reynst sérlega öflugur liðsmaður í kennarahópinn og því vel að því kominn að verða valinn kennari febrúarmánaðar 2013 hjá Krítinni. Hugleiðingar Örlygs af þessu tilefni, um kennarastarfið, má lesa hér.
-pms