magdalena

Einn af stærri þáttum á félagslífi nemenda hér og víðar á landinu er að fara á söngkeppni framhaldsskólanna. Í fyrra var hún haldin í Reykjavík en nokkur ár þar á undan á Akureyri og þar var hún líka þetta vorið. Undirritaður er búinn að fara með nemendum héðan frá ML á flestar keppnir fyrir norðan og hafa þær ferðir verið skemmtilegar. Farið er héðan á 60 sæta rútu auk þess sem eitthvað fer af einkabílum þannig að þetta er nokkuð stórt í sniðum hjá okkur.

Forkeppni var á föstudagskvöld og náðum við þangað í tæka tíð með naumindum en skólameistari gaf nemendum frí í síðustu þremur kennslustundum svo það væri mögulegt. Sennilega er þetta sterkasta keppnin hingað til því segja má að allir 30 keppendurnir á föstudagskvöldið hafi staðið sig með prýði, enginn sem ekki var að skila sínu til fulls svo á brattann var að sækja fyrir Magdalenu okkar. En hún komst áfram og ekki nóg með það, heldur landaði hún þriðja sætinu sem telst harla gott í þessum sterka hópi. Heimferðin gekk vel á sunudag, enda vorum við á góðum bíl frá Guðmundi Tyrfingssyni með video sem nýttist ágætlega  á langri leið.

Pálmi Hilmarsson

Erla þorsteinsdóttir