trygveTrygve Langfeldt sem lauk stúdentsprófi héðan síðastliðið vor kom hér í heimsókn á dögunum. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að hann kom í uniformi norska hersins, sem hann gekk til liðs við nú haust.

Í hernum er afar strangur agi og líðst engum annað en fullkomin umgengni og virðing við yfirboðara sína. Trygve fer létt með þetta enda búinn að skólast vel til hér í ML. Þjálfun hans er talsvert miðuð við útivist og eru margra daga útilegur annað slagið, auk annara æfinga eins og t.d. í sjálfsvörn ofl. Hann mun svo taka sér stöðu sem einn af varðmönnum Konungs í Osló næsta haust og gegna því á meðan á herskyldunni stendur.

Gaman að sjá Trygve, „gamlir stúdentar alltaf velkomnir í kaffi.

Pálmi.

Á myndinni er það Trygve sem er til hægri (ef það skyldi fara á milli mála), en vinstra megin er Pálmi Hilmarsson, húsbóndi á heimavist, sem má segja að hafi undirbúið piltinn fyrir herþjónustuna að ýmsu leyti.

Myndina tók Gríma Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi.