Larpið undirbúiðFastur liður í skólalífinu mörg undanfarin ár er Dagamunur. Þá gera nemendur sér dagamun með því hefðbundin kennsla er felld niður, en í staðinn sækja þeir ýmsa viðburði að eigin vali. Dagamunur hefur ávallt verið í mars í aðdraganda árshátíðar og árshátíðarleikrits. Tíminn í kringum árshátíðina hefur af þessum sökum verið mjög annasamur og eiginlega annasamur um of.  Þá hefur ítrekað verið bent á að það skorti lítilsháttar uppbrot á haustönn, á tímabilinu september-október. Það er skemmst frá því að segja á að s.l. vetri, í tilefni af afmælisári, var ákveðið að gera sér dagamun tvisvar á árinu og síðan er gert ráð fyrir að Dagamunur verði á haustönn framvegis, ef vel tekst til.

Það var einnig ákveðið að nemendur skyldu sjá alfarið um allan undirbúning og framkvæmd dagskrárinnar þessa daga.

 Nú stendur Dagamunur yfir og veðrið leikur við þátttakendur í hinum ýmsu atriðum sem eru á boðstólnum, hvort sem er úti á vatni eða í kringum skólahúsið.  Það er von til þess að svo vel takist Dagamunur með þessu nýja fyrirkomulagi að framhald verði á.

Það er fleira að gerast á Laugarvatni því nemendur Bláskógaskóla tóku þátt í Göngum saman átaki í blíðunni og kennarar ML skelltu sér á framþróunartölvunámskeið.

pms

Nokkrar myndir frá viðburðum.