Slorpungar - sambýli blábaktería og cyaanobakteríaNemendur í vistfræði í 2N fóru í göngufrí gær ásamt kennara sínum, Heiðu Gehringer. Við hverinn fundu þau perlurnar sem sjá má á myndinni. Þær eru mjúkar og fullar af hlaupi og ansi fallegar á litinn. Þær voru svo skoðaðar í smásjá og það mátti greina litlar keðjur af blábakteríum í þeim.

Þarna er um að ræða sambýli blábaktería eða cyanobaktería sem heita Nostoc eða slorpungar á íslensku. Þetta er til í mörgum vötnum hérlendis og erlendis, en einnig lifa Nostoc bakteríur í jarðvegi, á steinum og í samlífi við sveppi og mynda þannig fléttur, eins og t.d. fjallagrös.

Heiða

 

ps. hvernig skyldi nafn þessara sambýlinga vera borið fram? Tilheyrir P-ið fyrri eða seinni hluta orðsins?

pms