Sagt frá skólanumÍ dag fara hópar nemenda úr efstu bekkjum grunnskóla á Suðurlandi um allt húsnæði skólans, undir leiðsögn nemenda. Gríma Guðmundsdóttir hefur haft veg og vanda að undirbúningi og skipulagi og hún hafði það á orði fyrir stundu, að skipulagið hefði gengið óvenju vel upp þetta árið, og velti fyrir sér hvers vegna það væri. Svarið við spurningunni liggur nokkuð ljóst fyrir.

Leiðsögumennirnir fylgdu gestunum og leiddu þá í allan sannleik um hvernig dvölin er í skólanum og á heimavistum. Kennarar og nemendur tóku við hópunum, einum af öðrum í stofum og lögðu sitt af mörkum með ýmsum aðferðum til að draga upp rétta mynd af náminu í skólanum.

Þegar þetta er ritað eru gestirnir á leið til kvöldverðar og að honum loknum er þeim boðið að vera viðstaddir söngkeppni skólans, „Blítt og létt“.

Hér eru nokkrar myndir frá deginum eftir að gestirnir voru komnir á staðinn.

Hér eru myndir af námi, lífi og starfi frá því í morgun.

 pms