nos brÁ undanförnum árum hefur stærstur hluti að föstu heimavistarhúsnæði skólans verið endurnýjað. Í byrjun árs var hafist handa við lokaátakið, svokallaða álmu II í heimavistarhúsinu NÖS. 

Hér er á ferðinni heilmikil framkvæmd sem stendur yfir fram á vor.

Þar sem nemendur skólans fullnýta heimavistarrýmið var ekki um annað að ræða en flytja íbúana í annað húsnæði meðan á framkvæmdum stendur.

Samið var við fyrirtækið sem rekur Golden Circle Apartments hér á Laugarvatni um leigu á nokkrum íbúðum, en þar fyrir utan flytja Nasarbúarnir m.a. í tvær starfsmannaíbúðir sem eru lausar á þessari önn.

Þeir nemendur sem þarna hafa þurft að flytja úr herbergjum sínum tóku því vel og allt flutningaferlið gekk eins og best verður á kosið.

– pms

myndir