kynningpreziÞað er árvisst verkefni að heimsækja grunnskóla á Suðurlandi til að kynna nám og líf í ML.  Sem fyrr hefur námráðgjafi haft veg og vanda að undirbúningnum, en þar hafa nú fleiri lagt gjörva hönd á plóg.  Jóna Katrín Hilmarsdóttir, enskukennari og Örlygur Axelsson, félagsgreinakennari fara á flesta kynningarfundina ásamt nemendum. Það er mikið að gera í þessum málum í þessari viku, sem helgast væntanlega af því að yfir vofir verkfall.  Í þar síðustu viku lá leið á Laugaland í Holtum, það var Reykholt á mánudagskvöld, Hella í gærkvöld, Hveragerði í kvöld og endað á Flúðum annað kvöld.

Þessari sendinefnd skólans er alls staðar vel tekið sendiboðunum finnst gaman að koma í ólíka skóla og fá tilfinningu fyrir  því hvaðan nemendur okkar koma.

 „Við tökum alltaf með okkur nemendasýnishorn úr menntaskólanum til þess að þau geti aðstoðað okkur við kynninguna og lýst sinni upplifun af því að lifa og nema við Menntaskólann að Laugarvatni. Heilt á litið hafa nemendur staðið sig afar vel og gaman að fá að vinna þessar kynningar í samstarfi við þau“, segir Jóna Katrín.

/pms