stameleldarJón Özur Snorrason, sem kennir íslensku við skólann, á sér ýmsar hliðar. Ein þeirra birtist okkur starfsmönnum einn daginn þegar hann boðaði til námskeiðs í indverskri matargerð, sem skyldi haldið í lok síðasta vinnudags fyrir verkfallið sem nú hefur runnið sitt skeið.

Þátttaka reyndist vera talsvert umfram áætlun, en einhvern veginn fundu allir verkefni við hæfi, sneiddu lauk og grænmeti, völdu og beittu ólíklegustu kryddtegundum, bjuggu til ost úr nýmjólk og sítrónu, hnoðuðu flöttu og steiktu framandi brauð, hrærðu í pottum, þrifu eða tóku myndir og enduðu síðan á að borða indæla réttina. Þetta var gott veganesti inn í óskemmtilegan tíma hjá kennurum; vel til fundið og vel heppnað.

pms

myndir