Kórstarf vetrarins er nú farið af stað undir styrkri stjórn Eyrúnar Jónasdóttur, sem fyrr. Framundan eru vikulegar æfingar og æfingabúðir, auk tónleika.
Það sem verður samt líklega rauði þráðurinn í vetrarstarfinu er undirbúningur fyrir utanlandsferð sem er stefnt að í apríl. Fyrir slíkt þarf að æfa vel, skipuleggja og safna farareyri.
Það er harla sérstakt og skemmtilegt, að í skóla sem ekki telst til tónlistarskóla, skuli rétt um helmingur nemenda kjósa að taka þátt í kórstarfi. Við vitum það, sem höfum starfað með kórum, að það starf sem þar fer fram er óhemju verðmætt, og þá ekki síst fyrir uppvaxandi kynslóð. Söngur og þátttaka í kór eykur lífsgæði til framtíðar.
Af þeim 67 sem nú eru skráðir í kórinn eru 38 stúlkur og 29 piltar.
pms