Föstudaginn 12. september fóru nemendur í áfanganum NÁT113 -sem er byrjunaráfangi í jarðfræði- í gönguferð um Laugarvatn.
Markmið ferðarinnar var að nemendur tengdu jarðfræðileg hugtök úr kennslubók áfangans við raunveruleg dæmi í umhverfi sínu.
Laugarvatn er alger náttúruparadís, eins og öllum ætti að vera löngu ljóst, og náttúra Laugarvatns og nágrennis Laugarvatns hentar vel fyrir kennslu í hinum ýmsu náttúrufræðigreinum.
Í þessari stuttu gönguferð sáu nemendur dæmi um sjóðandi hveri við vatnsbakkann, heita laug, sem er Vígðalaug og mýrlendi.
Skemmtilegur og fræðandi göngutúr.
-Ragnhildur Sævarsdóttir, náttúrugreinakennari