Á toppi Laugarvatnsfjalls - IngimundurÞetta haustið lá leið nemenda og starfsfólks á Laugarvatnsfjall í árlegri fjallgöngu og í meira blíðviðri en oft áður. Að loknum venjulegum skóladegi til hádegis og styrkjandi kjötrétt í hádeginu var lagt í hann. Í sem stystu máli var þetta hin ágætasta gönguferð að sögn viðstaddra göngugarpa, með útsýni um uppsveitir svo langt sem móðan frá Holuhrauni leyfði.

Sú nýbreytni var tekin upp þessu sinni, að nemendafélagið bauð til ísveislu í fjallshlíðinni og var hún heldur vel þegin.

pms

myndir (ein myndanna kann að misskiljast, en sá misskilningur er hér með leiðréttur)