gengid ur skonumSkólastarfið á önninni hófst þessu sinni mánudaginn 5. janúar, með því að kennarar unnu að áfangalýsingum í samræmi við fyrirhugaða styttingu náms til stúdentsprófs. 

Kennsla hófst í gær, 7. janúar og nú er framundan samfellt skólastarf  fram að annarleyfi sem er dagana 13.-16. febrúar. 

Dagamunur, Dollinn og árshátíð verða í byrjun mars, páskaleyfi hefst 27. mars. 

Skólastarfi vetrarins lýkur, samkvæmt skóladagatali, með brautskráningu og skólaslitum þann 30. maí.

Í hönd fara dagar, vikur og mánuðir sem enginn hefur upplifað áður. Megi þeir veita okkur öllum mörg tilefni til að gleðjast, og fela í sér tilefni til lífsfyllingar vegna vel unninna starfa og jákvæðra og gefandi samskipta. 🙂

pms