paskamynd15Að lokinni kennslu í dag halda nemendur og starfsmenn í páskaleyfi. Fólkið heldur til síns heima og fær tækifæri til að vega og meta stöðuna með tilliti til framhaldsins.  Kennsla hefst að loknu páskaleyfi miðvikudag 8. apríl og verður eins og stundatafla segir fyrir um, utan það, að kórinn heldur í heilmikið ferðalag um Suðurland þar sem kórfélagar taka lagið fyrir grunnskólanema.  

Eftir páska eru 4 kennsluvikur og tími námsmats í skólanum hefst 11. maí. Flestir nemendur hverfa út í vorið miðvikudaginn 20. maí.  Skólanum verður slitið og stúdentar brautskráðir laugardaginn 30. maí.

Hér er vakin athygli að Facebook síðu skólans, en þar setjum við ýmislegt sem telst til óformlegri málefna úr skólastarfinu. Með því að smella á LÍKAR/KANN AÐ META/LIKE hnappinn fá áhugasamir tilkynningar þegar nýtt efni birtist á þessari síðu. Við lofum því, að það er nokkuð oft áhugavert og skemmtilegt.

Gleðilega páska

pms

Þessi mynd er frá málfundi sem var haldinn í 1. bekk í gær og hér eru fleiri myndir frá fundinum þeim.

Hér eru einnig nokkrar myndir frá sólmyrkvanum