Regnbogi útivistarferðFöstudaginn 11. september lagði hópur vaskra ML-inga af stað í ferðalag. Ferðinni var heitið í Skillandsdal þar sem til stóð að tjalda. Ferðin gekk ákaflega vel, allir í svaka stuði og veðrið lék við ferðalanga. Dálítil rigning gerði vart við sig en það varð eingöngu til þess að við fengum að sjá þennan líka svakalega flotta regnboga. Ekki var mikið um stress og var oft stoppað til að njóta kyrrðarinnar, spjalla og gæða sér á ljúffengum berjum en meira var af þeim á leið okkar en á láglendi þetta árið.

Þegar komið var á náttstað var tjöldunum skellt upp, því næst var haldið í lítinn hellisskúta þar sem kveikja átti lítinn varðeld og grilla pylsur. Það gekk ekkert sérlega vel og voru pylsurnar borðaðar ilvolgar og í sumum tilvikum kaldar. Eftir matinn skriðu þreyttir en sælir ferðalangar í svefnpokann. Eftir mismikinn svefn var svo farið á fætur rétt fyrir kl. átta og haldið heim á leið.

Smári Stefánsson

 

Nokkrar myndir