blittoglettii15Hún renndi sér af öryggi og fagmennsku í gegnum Queen-smellinn „Somebody to love“ ásamt aðstoðarfólki sínu, hún Guðbjörg Viðja Antonsdóttir frá Syðra-Holti (skammt frá Dalvík), ásamt bakraddasöngvurunum Sigrúnu Birnu P Einarsson, Aron Ými Antonssyni og Elvu Rún Pétursdóttur. Í þessu atriði fóru saman sönghæfileikar og vandaður flutningur. 

Í öðru sæti varð Ástrós Pálmadóttir ásamt þeim Kamillu Mikaelsdóttur og Hrafnhildi J. B. Sigurðardóttur með flutningi sínu á Grýlusöngnum: Valur og jarðarberjamaukið hans.

Í þriðja sæti urðu bræðurnir Viðar Janus og Þórarinn Guðni Helgasynir sem tóku fyrir enn eitt lagið sem telst í eldri kantinum: „Ring of Fire“, sem Johnny nokkur Cash kom á toppinn fyrir einhverjum árum.

Skemmtilegasta atriðið var einnig valið, en þann titil hlaut atriði þeirra Sólveigar Þrastardóttur og Alexöndru Ránar Hannesdóttur sem röppuðu af hjartans lyst með líflegum dönsurum sér til fulltingis, þeim Emil Sigurbjörnssyni, Tamitu Loise Olayvar og Inger Erlu Thomsen.

Hljómsveitin Steinn & Co., sem er að mestu skipuð fyrrum ML-ingum, var öryggi uppmálað í gegnum hinar fjölbreyttu tónlistartegundir og stefnur sem atriðin 12 kölluðu á.

Kraftmikilr og öruggir voru dómararnir Ágúst Valgarð Ólafsson, Unnur Malín Sigurðardóttir  og Magnús Kjartan Eyjólfsson og loks ber að nefna trausta kynnana þá Birgi Stefánsson og Kári Benónýsson.

Framkvæmd keppninnar var þeim sem að stóðu, til sóma.

pms

MYNDIR