mlSkólinn þessi er kannski ekki það sem kalla mætti stórt skip í flota framhaldsskóla landsins, en hann lýtur samt sömu lögmálum og þau verk sem sinna þarf eru jafn umfangsmikil og jafnvel að ýmsu leyti umfangsmeiri vegna heimavistarinnar og nándarinnar sem við búum við.   Skipið okkar hefur nú hafið siglinguna í átt til vors. Framundan virðist í fljótu bragði vera fremur lygn sjór, en það vitum við, að ýmislegt mun kyssa kinnungana áður en það siglir inn í sumarhöfnina.  

Það má sennilega kallast undarlegt að líkja framhaldsskóla lengst inni í landi við skip á siglingu, en það er sannarlega með ráðum gert. 

pms