Allur 1. bekkur fór í ferð um uppsveitirnar þann 18. apríl. Ferðin er hluti af umhverfisfræði og var tilgangurinn sá að kynnast því góða starfi sem fram fer í nágrenni okkar. Við vildum fræðast um sjálfbærni, lífræna- og vistvæna ræktun og hringrás efna.
Við byrjuðum á því að fara á Sólheima og fengum þar fyrirlestur um starfsemina sem og stutta skoðunarferð.
Eftir það tóku hjónin á Friðheimum á móti okkur. Eftir fræðslu þar fengum við frábæra tómatsúpu og allt í einu var enginn matvandur lengur og sumir fengu sér marga diska.
Að lokum heimsóttum við í Flúðasveppi, sem var mjög áhugavert þó deila mætti um lyktina þar inni.
Allt í allt var ferðin góð og ég vona að nemendur hafi lært að oft þarf ekki að leita langt yfir skammt, sérstaklega hér í matarkistu Íslands.
Heiða Gehringer