nynemar23081610Það getur alveg eins verið tilviljun, að beitt er tilvísun í sjómennsku í fyrirsögninni. Slík tilvísun er ekki verri en hver önnur, þó svo skólinn standi langt inni í landi, í ferðamennsku- og landbúnaðarhéraði.  
Hvað um það. Í gær fylltist allt hjá okkur af fólki.  58 nýnemar komu á svæðið með foreldrum sínum. Hið myndarlegasta fólk allt saman.  Tækifærið var nýtt til að fara yfir ýmsa þætti með foreldrunum við þetta tækifæri, á meðan stjórn Mímis kynnti nýnemunum skólann með sínum hætti.

Þessi dagur hófst með því að stjórnendur, námsráðgjafi og vistarfólkið funduðu með nýnemunum, farið yfir flest sem skiptir máli í svona skóla.  Ekki verður annað séð, en allt gangi vel, þó vissulega eigi fólk misauðvelt með hverfa úr hlýjunni í foreldrahúsum. Það er hlýtt annarsstaðar líka.

Þegar þetta er ritað eru eldri nemar byrjaðir að tínast á staðinn og í fyrramálið verður skólinn settur og nám og kennsla tekur við í framhaldinu samkvæmt stundatöflu.

Ævintýradagar fara í hönd.

pms

 

MYNDIR