Undanfarna mánuði hafa tæplega 40 nemendur skólans staðið að uppsetningu á söngleiknum Konungur ljónanna. Stífar æfingar hafa verið síðan í janúarbyrjun og það er virkilega gaman að fylgjast með verkinu taka á sig mynd og verða að veruleika. Um leikstjórn sér Guðjón Sigvaldason. Hann hefur sett upp rúmlega hundrað og þrjátíu sýningar á ferli sínum vítt og breitt um landið, aðallega með áhugaleikhópum. Síðastliðna helgi var leikmyndin færð í Aratungu þar sem eftirmiðdagar þessarar viku eru nýttir í æfingar. Á fimmtudagskvöld er generalprufa og ætla Sólheimabúar að heiðra leikara með áhorfi sínu. Næstkomandi föstudag, þann 24. mars kl. 20:00, er svo frumsýningin þar sem öllum nemendum og starfsmönnum skólans er boðið að koma og sjá þessa snilld.
Facebook síðu leikritsins, með myndum og fréttum af æfingum, má sjá hér.
Sýningartímar eru eftirfarandi:
Frumsýning fös. 24. mars kl. 20:00 í Aratungu, Reykholti – Uppselt!
Lau. 25. mars kl. 20:00 í Aratungu, Reykholti
Sun. 26 mars kl. 14:00 í Aratungu, Reykholti
Þri. 28. mars kl. 20:00 í Þingborg
Mið. 29. mars kl. 20:00 í Félagsheilimi Seltjarnarness
Fös. 31. mars kl. 20:00 í Hvoli, Hvolsvelli
Lau. 1. apríl kl. 16:00 í Hvoli, Hvolsvelli
Sun. 2. apríl kl. 19:00 í Leikskálum, Vík
Til að panta miða fyrirfram skal senda póst á arndishi@ml.is.
Miðaverð er:
2500 kr fyrir 15+
1000 kr fyrir 11-14 ára
Frítt fyrir 10 ára og yngri
Arndís Hildur Tyrfingsdóttir