Þriðjudaginn 4. apríl fór 1. bekkur í námsferð í Sorpu á Álfsnesi. Nemendurnir hafa alla önnina verið að rannsaka mismunandi tegundir úrgangs í umhverfisfræði og var þessi ferð liður í því fagi.
Kynningin hófst á almennri umfjöllun um þann úrgang sem Sorpa tekur við, hvað fer í urðun og hvað fer í endurnýtingu og endurvinnslu.
Eftir almenna kynningu á starfsemi Sorpu tók við kynning á starfseminni í Gufunesi. Þar fékk rútan að keyra í gegnum flokkunarstöðina og nemendur fengu að sjá hvernig flokkunarstarfið fer fram. Það var mjög merkileg ferð þar sem nemendur fengu að sjá með eigin augum magnið sem fer í urðun og endurvinnslu á hverjum degi.
EBL