dimissio17 8Á föstudaginn var var síðasti kennsludagur í skólanum á þessu skólaári og jafnframt dagurinn þegar stúdentsefnin eru „send burt“, eða þannig. Þessum degi gleymir þetta unga fólk seint, enda fátt skemmtilegra en fá að upplifa þá einstöku blöndu gleði og eftirsjár sem deginum fylgir. Framundan er heimur fullorðinna með allri sinni ábyrgð, að baki æskan og áhyggjuleysið.  

Þessi dagur var með sama hætti og svona dagar eru yfirleitt í þessari fyrirmyndarstofnun: fastar hefðir gilda nánast um hverja mínútu og ekki ástæða til að lýsa því öllu í smáatriðum. Þó svo sá sem þetta ritar hafi, aldrei þessu vant, ekki verið á staðnum, fékk hann að hlutverk að segja frá honum á þessari síðu.  Það má deila um réttmæti þess, en það verður að sjálfsögðu ekki gert hér. 

Dagurinn var fólkinu til sóma og honum lauk með hátíðarkvöldverði dimittenda og læriforeldra.

pms

Fleiri myndir