Eftir góðan frostakafla skelltu nemendur framhaldsáfangans í útivist sér í ísklifur fimmtudaginn 1. febrúar. Í þetta sinn þurftum við ekki að leita langt því fossinn í bæjarlæknum í Miðdal var í flottum aðstæðum. Nemendur stóðu sig eins og hetjur og var það einna helst kaldir fingur á sumum sem gerðu það að verkum að ekki allir klifruðu alla leið. Það má með sanni segja að við sem búum á Laugarvatni höfum það gott þegar kemur að möguleikum til mismunandi útivistar.
Fleiri myndir sjá hér.
Smári Stefánsson, útivistarkennari