FrakkarÞessa dagana eru 36 frakkar í heimsókn hjá okkur í ML. Þeir komu í gær, 3. apríl og munu dvelja hjá okkur í níu daga. Frakkarnir eru framhaldsskólanemendur í jarðfræðiferð með tveimur kennurum. Gestgjafar þeirra hér eru nemendur í 2N og munu nemendur beggja skóla m.a. fara í ferðir saman, sem og taka þátt ýmsum öðrum uppákomum sem Heiða Gehringer náttúrufræðikennari heldur utan um, og nýtur við það aðstoðar ýmissa annarra kennara við skólann. Á myndinni sem fylgir er María Carmen Magnúsdóttir íþróttafræðingur að undirbúa nemendur fyrir ratleik um Laugarvatn.

VS