Kór á Ítalíu MobileKór Menntaskólans að Laugarvatni samanstendur af 107 nemendum. Síðastliðið ár hefur verið viðburðarríkt en kórinn byrjaði skólaárið á því að syngja í Vík í Mýrdal á Regnbogahátíðinni og svo hélt kórinn tvenna jólatónleika í Skálholti. Þeir heppnuðust vel og uppselt varð á báða jólatónleikana. Í mars hélt kórinn svokallað snúsnú maraþon þar sem að kórnemar skiptust á að hoppa í 24 klukkustundir. Þetta var gert til þess að afla fjár fyrir utanlandsferð kórsins en ferðinni var haldið til norðurhluta Ítalíu. Þar voru haldnir tvennir tónleikar, í Muri Gries og síðan í  Carducci menntaskólanum í Bolzano.

Kórinn heldur tvenna tónleika núna 26. og 27. apríl. Fyrri tónleikarnir verða haldnir í Skálholtskirkju klukkan 20:30 og seinni verða í Guðríðarkirkju klukkan 20:00. Sungin verður fjölbreytt dagsskrá af lögum sem að ættu að henta öllum. Miðaverð inn á tónleikana er 3000 krónur og frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

 Hlökkum til að sjá sem flesta!

– Kór Menntaskólans að Laugarvatni