Bandaríski rithöfundurinn Alyssa Hattman heimsótti ML í vikunni og kenndi 3ju bekkingum ritun smásagna og leiftursagna. Það voru nemendur í áfanganum Yndislestri og skapandi skrifum sem hittu Alyssu. Kennsla Alyssu fell í frjóan jarðveg og ýmsir upprennandi rithöfundar og jafnvel stórskáld litu dagsins ljós. Elín Una íslenskukennari mun svo taka upp þráðinn þar sem Alyssa hvarf frá honum og halda áfram að hvetja nemendur til skapandi skrifa í vetur.
Smásögur Alyssu hafa birst í bandarískum tímaritum og hefur hún hlotið verðlaun fyrir skrif sín. Hún er menntuð í bókmenntum og skapandi skrifum og kennir við Chemeketa háskólann í Oregon. Hún hefur dvalið á Laugarvatni á vegum Gullkistunnar síðastliðinn mánuð við skriftir. Meira um hana hér: http://www.alissahattman.com/
Elín Una Jónsdóttir
íslenskukennari