Nemendur þriðja bekkjar fóru í jarðfræðiferð 27.september 2018.
Líkt og undanfarin ár var Gullni hringurinn ekinn og sömuleiðis var keyrt niður Hrunamannahrepp þar sem skoðuð var bygging lághitavirkjunar. Í Bláskógabyggð er sömuleiðis í byggingu ný vatnsaflsvirkjun og fengum við leiðsögn um framkvæmdarsvæðið.
Að vanda var um afar fróðlega ferð að ræða.
Ragnhildur Sævarsdóttir, náttúrufræðikennari