Námsmati haustannar er nú lokið og nemendur farnir heim í jólaleyfi. Annríki hefur verið mikið þessa síðustu daga, en nú hefur færst ró yfir húsakynnin.
Skrifstofa skólans lokar í dag, miðvikudaginn 19. desember, – og opnar ekki aftur fyrr en á nýju ári, fimmtudaginn 3. janúar 2019.
Skólastarf hefst sama dag með svonefndri hraðkennslu hvar allir nemendur hitta sína kennara fyrsta skóladag annarinnar. Skipulag þess mun verða á auglýsingatöflu. Föstudaginn 4. janúar hefst kennsla samvæmt stundaskrá.
Starfsfólk ML óskar nemendum öllum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar og friðar á jólum og áramótum. Við þökkum samskipti á árinu sem er að líða og hlökkum til samstarfs á nýju ári.