Lið Menntaskólans að Laugarvatni sigraði lið Fjölbrautaskólans í Breiðholti í fyrstu umferð Gettu betur í gærkvöldi. Keppnin var spennandi og jöfn framan af, en lið ML hafði sigur að lokum og úrslit urðu þannig að ML hafði 16 stig en FB 10.
Fjórtán sigurlið fyrstu umferðar komast áfram í aðra umferð og mun lið Menntaskólans að Laugarvatni mæta liði Menntaskólans á Akureyri þann 14. janúar.
Lið Menntaskólans að Laugarvatni skipa snillingarnir Ísold Egla Guðjónsdóttir 3N, Sigríður Magnea Kjartansdóttir 3F og Sindri Bernholt 1N. Þjálfarar liðsins eru
Håkon Snær Snorrason stúdent frá ML vorið 2018, og Jón Snæbjörnsson og Sigurður Pétursson kennarar.
VS