Á hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknasjóðs Háskólafélags Suðurlands, er haldinn var í hátíðarsal FSu 10. janúar s.l., afhenti Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands Menntaverðlaun Suðurlands en fjórir voru tilnefndir. Skemmst frá að segja þá hlaut Kór Menntaskólans að Laugarvatni og stjórnandi hans, Eyrún Jónasdóttir, verðlaunin. Foreldrafélag ML, FOMEL, hafði tilnefnt kórinn og Eyrúnu til dómnefndar.

Heiðurinn er mikill fyrir ML, kórastarf hans og ekki síður fyrir Eyrúnu kórstjóra.  Hamingjuóskir til allra.

Á myndinni eru Ingunn Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Háskólafélagi Suðurlands, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Eyrún Jónasdóttir kórstjóri, Guðmundur Heiðar Ágústsson nemandi í 3N og formaður stjórnar kórsins, Karen Dögg Bryndísardóttir Karlsdóttir verkefnastjóri kórsins, Laufey Helga Ragnheiðardóttir nemandi í 2N  meðstjórnandi, Ljósbrá Loftsdóttir nemandi í 3F einnig meðstjórnandi, Ástráður Unnar Sigurðsson nemandi í 3N gjaldkeri  og Eva Björk Harðardóttir formaður stjórnar SASS – Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Í lokin þakkaði kórinn fyrir sig með því að syngja Vikivaka, lag Valgeirs Guðjónssonar við ljóð Jóhannesar úr Kötlum.

Hph