Nú á dögunum fengum við í áfanganum Hreyfing og heilsa góða gesti í heimsókn, sem kynntu þjóðaríþróttina glímu fyrir nemendum. Þetta voru þeir gamalkunnu glímukappar  Kjartan Lárusson og Jóhannes Sveinbjörnsson. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum glímdu nemendur af kappi og áhuga.

Til gamans má geta að á forsíðumynd fréttarinnar má sjá núverandi handhafa Freyjumensins, og verðandi stúdent frá ML í vor, Jönu Lind Ellertsdóttur – og fyrrverandi handhafa Grettisbeltis, og stúdent frá ML vorið  1989 Jóhannes Sveinbjörnsson, búa sig undir að taka eina bröndótta.

Fleiri glímumyndir eru hér.

MCM