Í lífsleiknitíma hjá 1. bekk á föstudaginn var, var fjallað um sjálfboðavinnu og hvernig við getum látið gott af okkur leiða.
Gestafyrirlesari var Flækja sem er heimsóknarvinur hjá rauðakrossinum. Hún vakti mikla lukku og fóru samræður um víðan völl. Allt frá því að fjalla um það hversu gefandi það er að hjálpa öðrum, hversu kvíðastillandi nærvera við dýr getur verið, yfir í að ræða sjálfboðaliðastörf úti um allan heim.
Ásrún E. Magnúsdóttir lífsleiknikennari