Eftir að samkomubann var sett á og nemendur fóru heim til náms gera nemendur verkefni í áfanganum Hreyfingu og heilsu í gegnum smáforritið Endomondo. Fara út að ganga/skokka eða hlaupa og skrá þannig virkni og ástundun á meðan á fjarvinnu stendur. Einnig hafa þau aðgang að Jakkafatajóga, þannig að þau geti staðið upp á milli fjarkennslustunda og verkefna  til að liðka sig og huga að heilsunni.

Fyrir lokun framhaldsskólanna voru meðfylgjandi myndir teknar af nemendum að dansa og bregða á leik með formum í hópeflisleikjum.

María Carmen Magnúsdóttir íþróttafræðingur