Starfsmenn skólans eru að móta upphaf skólaársins í ljósi þeirra stöðu sem uppi er í landinu.

Ráðherra menntamála hefur boðað að leiðsögn um túlkun þeirra sóttvarnareglna sem í gildi verða til 27. ágúst n.k. muni berast framhaldsskólum í seinasta lagi snemma morguns næsta mánudag, 17. ágúst. Skólameistarar, m.a. heimavistarskóla, hafa kallað eftir því að fá leiðsögn um hvað heimilt er og hægt að gera s.s. í sambandi við heimavistir svo og nánari útskýringar á hugtökum eins og hólfum og rýmum bygginga.

Nánari útlistun á upphafi skólaársins verður sett inn á heimasíðuna þegar sú leiðsögn hefur borist frá stjórnvöldum.

Nýnemar og foreldrar/forsjáraðilar fá þá sent svonefnt ágústbréf í tölvupósti en einnig verður það sent í landpósti þar sem við bætast upplýsingar frá húsbónda á heimavist um þvottahúsþjónustu og þvottanúmer viðkomandi.

Skólameistari