Grímuskylda hefur verið tekin upp í Menntaskólanum að Laugarvatni. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar fundar með Mennta- og menningarmálaráðherra þann 20. september þar sem boðað var til hertra sóttvarnaraðgerða í framhaldsskólum. Persónubundnar sóttvarnir eru mikilvægar nú sem endranær og eru nemendur hvattir til þess að gæta sérstaklega vel að handþvotti og fjarlægðarmörkum. Vel hefur gengið að virða grímuskylduna undanfarna daga.
Sérstök athygli er vakin á því að grímuskyldan á einnig við í sameiginlegum rýmum á heimavist.
En útlit er fyrir að skjótt skipist veður í loft og við höldum áfram að fylgjast með fréttum varðandi ráðstafanir yfirvalda í sóttvörnum.
Sérstakt hrós fá heilbrigðisyfirvöld fyrir að bregðast hratt og vel við í grímumálum, en Landspítalinn lætur okkur grímur í té, að ógleymdunum nemendum og kennurum sem taka þessari grímuskyldu af æðrusleysi og samvinnufýsi.
(Mynd GG)
Skólameistari